Flutningskerfið 2016

Hérlendis er eitt skilgreint flutningskerfi raforku og nokkur svæðisbundin kerfi, eða dreifiveitur. Landsnet á og rekur allar meginflutningslínur rafmagns og til flutningskerfis okkar teljast einnig öll helstu tengivirki á landinu.

Flutningskerfið tekur við raforku beint frá aflstöðvum og flytur hana til stórnotenda og dreifiveitna. Allar virkjanir, sem eru 10 MW eða stærri, tengjast flutningskerfinu sem skilar orkunni til stórnotenda og dreifiveitna sem flytja rafmagnið áfram til notenda á sínum svæðum.

kort_tengivirki_2.PNG

Raflínur í árslok 2016

Lengd flutningskerfis okkar var 3.283 km í árslok 2016 og þar af voru jarðstrengir 251 km. Til kerfisins teljast raflínur sem eru á 66 kílóvolta (kV) spennu og hærri, auk nokkurra 33 kV raflína. Hæsta spenna í rekstri flutningskerfisins er 220 kV en stór hluti kerfisins er á 132 kV spennu og hluti á 66 kV og 33 kV spennu. Þá eru raflínur á Suðvesturlandi og Austurlandi byggðar sem 420 kV línur, þó rekstrarspenna þeirra sé 220 kV.
raflinur.jpg

Tengivirki í árslok 2016

Í flutningskerfinu eru nú 74 tengivirki og 85 afhendingastaðir, þar af eru 20 aflstöðvar, 8 stórnotendur og 59 afhendingastaðir til dreifiveitna.
tengivirki.jpg